Vestnorræna þingmannaráðið 1995

Fimmtudaginn 29. febrúar 1996, kl. 14:20:59 (3434)

1996-02-29 14:20:59# 120. lþ. 99.3 fundur 324. mál: #A Vestnorræna þingmannaráðið 1995# skýrsl, 325. mál: #A samþykktir Vestnorræna þingmannaráðsins 1995# þál., RG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 99. fundur

[14:20]

Rannveig Guðmundsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég er alveg sammála hæstv. utanrrh. um það að þetta samstarf eigi að vera innan Norðurlandaráðs en ekki sérstakt og afmarkað. Fyrir því hef ég fært rök í minni fyrri ræðu. En við höfum einnig rætt hvort það sé hugsanlegt að öflugt heimskautsráð og samstarf á því svæði sem hæstv. utanrrh. var upphaflegur höfundur að, gæti á einhverjum tíma komið í staðinn fyrir vestnorræna samstarfið. Okkar niðurstaða var sú að það hlyti að vera að slíkt samstarf eins og vestnorræna samstarfið yrði til innan slíks svæðis. En nú skil ég hæstv. ráðherra þannig að e.t.v. mundi Barentshafssamstarf sem mundi innlima þessi lönd, yfirtaka það sem nú er vestnorræna samstarfið og það vestnorræna mundi ekki halda áfram að vera afl innan svæðis. Ég vil gjarnan svar við því hjá hæstv. ráðherra.