Norður-Atlantshafsþingið 1995

Fimmtudaginn 29. febrúar 1996, kl. 16:01:49 (3462)

1996-02-29 16:01:49# 120. lþ. 99.6 fundur 335. mál: #A Norður-Atlantshafsþingið 1995# skýrsl, SP (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 99. fundur

[16:01]

Sólveig Pétursdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er að sjálfsögðu alveg rétt ábending hjá hv. þm. Össuri Skarphéðinssyni að það er full ástæða til að fylgjast með þróun öryggismála í Evrópu um þessar mundir. Ég vil hins vegar nota þetta tækifæri til að minna á það að gefnu tilefni að við höfum á Norður-Atlantshafsþinginu og vafalaust á mörgum öðrum þingum, þar sem hv. þingmenn eiga aðild að mörgum alþjóðlegum ráðstefnum og fundum, að við höfum talað máli Eystrasaltsríkjanna og minnt á stöðu þeirra. Ég vil bara láta þetta koma sérstaklega fram.