Evrópuráðsþingið 1995

Fimmtudaginn 29. febrúar 1996, kl. 17:26:04 (3474)

1996-02-29 17:26:04# 120. lþ. 99.8 fundur 338. mál: #A Evrópuráðsþingið 1995# skýrsl, ÖS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 99. fundur

[17:26]

Össur Skarphéðinsson (andsvar):

Herra forseti. Ég hef beðið þeirrar stundar lengi að fá að ávarpa hv. þm. Tómas Inga Olrich í tilefni af atkvæðagreiðslunni og þeirri ásýnd sem Ísland birti af sér þar. Ég get þess vegna fallist á að bíða eftir seinni ræðu hans jafnvel þó að hún verði ekki flutt úr þessu púlti fyrr en löngu síðar í kvöld.