Flugmálaáætlun 1996--1999

Þriðjudaginn 05. mars 1996, kl. 14:09:02 (3504)

1996-03-05 14:09:02# 120. lþ. 100.4 fundur 365. mál: #A flugmálaáætlun 1996--1999# þál. 13/1996, HG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 100. fundur

[14:09]

Hjörleifur Guttormsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er mikill misskilningur hjá hæstv. ráðherra að ég reyni að lesa eitthvað illa í mál manna eða ætla mönnum hið versta. Stundum er það nú svo þegar hlutirnir koma fram að ég hef ekki haft hugmyndaflug frekar en aðrir um þau ráð sem brugðið er á. Ég hef ekki reynt hæstv. ráðherra að því að vera með lakari innviði en margur annar. Mér finnst ánægjuefni að hæstv. ráðherra skuli skýra sitt mál við umræðuna. Mér finnst koma fram hjá honum ef ekki iðrun og yfirbót þá a.m.k. að honum er ljós þörfin á að greina Alþingi frá málavöxtum í sambandi við þetta og leggja málin eðlilega fyrir þingið.