Flugmálaáætlun 1996--1999

Þriðjudaginn 05. mars 1996, kl. 14:21:11 (3509)

1996-03-05 14:21:11# 120. lþ. 100.4 fundur 365. mál: #A flugmálaáætlun 1996--1999# þál. 13/1996, ÁRJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 100. fundur

[14:21]

Ásta R. Jóhannesdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég er ekki að gera lítið úr þörfinni fyrir uppbyggingu flugvalla úti á landi, heldur furða ég mig á því hvernig fé er skipt til framkvæmda á þessu ári.

Varðandi Akureyrarflugvöll og Reykjavíkurflugvöll þá held ég að Akureyringar fari líka um Reykjavíkurflugvöll alveg eins og Reykvíkingar fara um Akureyrarflugvöll. Uppbygging á flugvöllunum kemur því öllum landsmönnum til góða, ekki síst á Reykjavíkurflugvelli þar sem umferðin er mest. Og ég efast ekki um að Akureyringar jafnt sem Reykvíkingar fylgjast með þeirri umræðu sem fer fram á Alþingi um flugmál.