Flugmálaáætlun 1996--1999

Þriðjudaginn 05. mars 1996, kl. 15:50:59 (3539)

1996-03-05 15:50:59# 120. lþ. 100.4 fundur 365. mál: #A flugmálaáætlun 1996--1999# þál. 13/1996, ÁRJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 100. fundur

[15:50]

Ásta R. Jóhannesdóttir (andsvar):

Herra forseti. Vegna orða fyrri ræðumanns um að menn væru að velta fyrir sér staðsetningu flugvallarins held ég að það sé alveg ljóst hver vilji borgaryfirvalda er. Það kemur fram í Morgunblaðinu 3. mars, sl. sunnudag, í viðtali við borgarstjóra og ég vitna í þetta viðtal, með leyfi forseta. Í upphafi segir:

,,Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir ljóst að innanlandsflug verði áfram á Reykjavíkurflugvelli.`` Og síðar í sömu grein: ,,Ég held að það sé alveg ljóst að innanlandsflug verður áfram á Reykjavíkurflugvelli. Spurningin er með hvaða hætti það á að vera.``

Ég get ekki séð annað en hér komi alveg skýr vilji borgarstjóra fram í þessu viðtali í Morgunblaðinu.

Aftur á móti eins og komið hefur fram í umræðunni þurfa menn að velta því fyrir sér með hvaða hætti og hvernig þurfi að standa að innanlandsfluginu. Vilji borgarstjóra er ljós og kemur vel fram í þessu viðtali í Morgunblaðinu sl. sunnudag.