Flugmálaáætlun 1996--1999

Þriðjudaginn 05. mars 1996, kl. 16:04:58 (3545)

1996-03-05 16:04:58# 120. lþ. 100.4 fundur 365. mál: #A flugmálaáætlun 1996--1999# þál. 13/1996, ÖS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 100. fundur

[16:04]

Össur Skarphéðinsson (andsvar):

Herra forseti. Það er í rauninni ekki miklu að svara. Ég fagna því bara að hv. þm. Guðmundur Hallvarðsson ítrekar ánægju sína með störf núverandi borgarstjóra í Reykjavík. Ég get tekið undir það með honum að það er vaxandi hópur sjálfstæðismanna sem er að verða sömu skoðunar. M.a. vegna þess að borgarstjórinn og meiri hluti R-listans hefur lagt svo mikla áherslu á atvinnumálin sem raun ber vitni eins og þetta einmitt sýnir.

Ég tek ekki svo djúpt í árinni að segja að ræða hv. þm. Guðmundar Hallvarðssonar hin fyrri hafi verið ein samfelld árás á Árna Sigfússon, forustumann meiri hlutans, en hitt er alveg ljóst að meiri hlutinn svaf þyrnirósarsvefni árum saman vegna þess að ekkert gerðist. Við getum þó a.m.k. glaðst yfir því að það er stefna sem virðist njóta mjög víðtæks stuðnings, ekki bara þeirra sem fylkja sér um R-listann, heldur líka hinna. Þá er spurningin hvort þeir eiga ekki að stíga skrefið til fulls og koma algerlega til liðs við R-listann. Ég veit að það yrði mikill happafengur af hv. þm. Guðmundi Hallvarðssyni sem því miður getur ekki fengið að koma upp aftur til þess að svara og játast þessu.