Staðfest samvist

Þriðjudaginn 05. mars 1996, kl. 18:20:40 (3583)

1996-03-05 18:20:40# 120. lþ. 100.8 fundur 320. mál: #A staðfest samvist# frv. 87/1996, ÓÖH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 100. fundur

[18:20]

Ólafur Örn Haraldsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Það mun sennilega rétt vera að viðkvæmustu þættir í þessu efni eru þeir sem snerta trúarafstöðu manna, afstöðu manna til siðfræði og kirkju og ekki skal ég þrýsta á þetta mál eða á skoðanir nokkurs manns lengra en góðu hófi gegnir og eðlilegt er á þessu stigi málsins.

En það eru aðrir þættir sem ég drap á áðan sem mér finnst ekki snúa að viðkvæmum, trúarlegum og siðfræðilegum atriðum. Það er einmitt þessir þættir sem ekki er kannski minnst um verðir, þ.e. réttur barnsins, um erfðir og ættleiðingu. Þess vegna beini ég þeim tilmælum mínum til allshn. að þessi mál verði skoðuð því það kann svo að vera að um þetta náist samstaða umfram það sem er í frv. vegna þess að það snertir ekki hina viðkvæmari þætti málsins. Ef slíkt næst með góðri samstöðu þá tel ég að við séum skrefinu nær því sem telja verður full borgaraleg réttindi samkynhneigðra.