Siglingastofnun Íslands

Miðvikudaginn 06. mars 1996, kl. 18:42:20 (3654)

1996-03-06 18:42:20# 120. lþ. 102.14 fundur 173. mál: #A Siglingastofnun Íslands# frv. 6/1996, ÁMM (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 102. fundur

[18:42]

Árni M. Mathiesen (andsvar):

Herra forseti. Ég tel að hér sé um mjög gott mál að ræða. Ég tel að þær breytingartillögur sem hv. formaður samgn., Einar Kristinn Guðfinnsson, kynnti séu til bóta. En ef ég man rétt, á þessi stofnun sem við erum að fjalla um rætur að rekja til vitamála og hefur sinnt þeim störfum um langt skeið. Með það í huga og einnig vegna þess að ég hef orðið var við það hjá eldri starfsmönnum stofnunarinnar að það sé nokkur söknuður að því að það nafn eða sú tilvísun skuli falla út úr nafni stofnunarinnar, vil ég spyrja hv. formann samgn. hvort það hafi ekki komið til tals í nefndinni að finna stofnuninni annað nafn sem vísaði til þessa upprunalega hlutverks hennar.