Siglingastofnun Íslands

Miðvikudaginn 06. mars 1996, kl. 19:27:54 (3663)

1996-03-06 19:27:54# 120. lþ. 102.14 fundur 173. mál: #A Siglingastofnun Íslands# frv. 6/1996, ÖJ
[prenta uppsett í dálka] 102. fundur

[19:27]

Ögmundur Jónasson:

Hæstv. forseti. Ég vil þakka fyrir þessi svör en spyr í framhaldinu hvort til standi að greiða viðkomandi starfsmönnum biðlaun, hvort það sé uppi á teningnum. Mér finnst það góðra gjalda vert að menn komi fram af nærgætni við starfsmenn. En það sem ég er að vitna til hér eru lög. Ég er að vitna til þess að þegar um hópuppsagnir er að ræða, ber atvinnurekanda að leita eftir samráði við trúnaðarmenn starfsmanna eða þá sem þeir velja sér til slíkra verka. Það segir til um það í lögum og ég spyr hv. þm. hvort þetta hafi verið gert.