Verðbréfasjóðir

Miðvikudaginn 06. mars 1996, kl. 19:52:33 (3669)

1996-03-06 19:52:33# 120. lþ. 102.17 fundur 98. mál: #A verðbréfasjóðir# (EES-reglur) frv. 21/1996, Frsm. VE (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 102. fundur

[19:52]

Frsm. efh.- og viðskn. (Vilhjálmur Egilsson):

Hæstv. forseti. Ég mæli fyrir breytingartillögum og nefndaráliti frá efh.- og viðskn. vegna frv. til laga um breytingu á lögum nr. 10/1993, um verðbréfasjóði. Öll nefndin stendur að þessum breytingartillögum og nefndaráliti. Breytingartillögurnar eru ekki viðamiklar.

Það er brtt. við 2. gr. Þar er verið að breyta þremur árum í fimm ár. Þarna er verið að fjalla um hversu lengi eftir gjaldþrot menn þurfa að bíða þangað til þeir geta farið að vera í stjórn verðbréfasjóðs.

Í öðru lagi er tæknileg breyting þar sem bætt er við hugtakinu ,,einkahlutafélag`` á eftir hlutafélagi.

Í þriðja lagi er brtt. við 4. gr. frv. þar sem verið er að breyta um skilgreiningu.

Í fjórða lagi er brtt. sem á við um svokallaða Post-BCCI tilskipun frá Evrópusambandinu um kröfur til endurskoðenda og skyldur þeirra.