Réttindi og skyldur kennara og skólastjórnenda grunnskóla

Fimmtudaginn 07. mars 1996, kl. 12:39:24 (3697)

1996-03-07 12:39:24# 120. lþ. 103.6 fundur 323. mál: #A réttindi og skyldur kennara og skólastjórnenda grunnskóla# frv. 72/1996, KÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 103. fundur

[12:39]

Kristín Ástgeirsdóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil taka undir það að ég hygg að við séum hér vitni að algerlega fáheyrðum vinnubrögðum. Þótt margt megi gagnrýna frá umliðnum árum, er þetta engu lagi líkt og þýðir að það er verið að setja vinnumarkaðinn gersamlega á annan endann. Ég tek undir það að ef ríkisstjórnin ætlar að keyra í gegn þessi frumvörp eða gera tilraun til þess, mun það auðvitað kosta mjög mikinn óróa og upplausn í ríkiskerfinu og stefna því máli í stórhættu sem við erum að ræða hér í dag, þ.e. flutning grunnskólans yfir til sveitarfélaganna.