Réttindi og skyldur kennara og skólastjórnenda grunnskóla

Fimmtudaginn 07. mars 1996, kl. 12:40:11 (3698)

1996-03-07 12:40:11# 120. lþ. 103.6 fundur 323. mál: #A réttindi og skyldur kennara og skólastjórnenda grunnskóla# frv. 72/1996, menntmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 103. fundur

[12:40]

Menntamálaráðherra (Björn Bjarnason) (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. lagði fyrir mig spurningu um túlkun á lokamálsgrein í upphafskafla greinargerðarinnar með þessu frv. Það er alveg ljóst að þar er lýst þeirri aðferð sem ríkisstjórnin ætlar sér að beita ef til þess kæmi að henni bærust óskir um að endurskoða þetta lagafrv. eftir að það er orðið í lögum. Að sjálfsögðu felst ekkert í þeim ráðagerðum um það að orðið verði við slíkum óskum. En ríkisstjórnin mun ekki standa að breytingum á þessu máli nema um það komi óskir, annaðhvort frá sveitarfélögunum, kennurunum eða báðum sameiginlega.