Sameining ríkisviðskiptabanka

Mánudaginn 11. mars 1996, kl. 15:13:30 (3737)

1996-03-11 15:13:30# 120. lþ. 104.1 fundur 217#B sameining ríkisviðskiptabanka# (óundirbúin fsp.), SvG
[prenta uppsett í dálka] 104. fundur

[15:13]

Svavar Gestsson:

Virðulegur forseti. Það sem ég er að gagnrýna er að ríkisstjórnin stefnir bersýnilega á það að gera bankana hvorn í sínu lagi að hlutafélagi. Það er útgangspunktur ríkisstjórnarinnar í þessu máli. Útgangspunktur málsins af minni hálfu og okkar hálfu er sá að við eigum að halda þannig á málum að bankarnir verði sameinaðir. Það er forsendan til þess að til verði sterk rekstrareining í íslenska bankakerfinu, miklu ódýrari en ella væri. Ég harma að hæstv. viðskrh. skuli vera eins og hér hefur komið fram, fangi einkavæðingarstefnu Sjálfstfl. Það er ekkert annað sem hér liggur fyrir.