Réttur bænda o.fl. til atvinnuleysisbóta

Mánudaginn 11. mars 1996, kl. 15:20:35 (3742)

1996-03-11 15:20:35# 120. lþ. 104.1 fundur 218#B réttur bænda til atvinnuleysisbóta# (óundirbúin fsp.), félmrh.
[prenta uppsett í dálka] 104. fundur

[15:20]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson):

Herra forseti. Það verður nú að viðurkennast að það gengur nú margt hægara af verkum heldur en maður kynni að óska. Það er rétt hjá hv. þm. að það er hægt að laga nokkuð til með reglugerðarbreytingu og verði fyrirsjáanlega ekki um lagabreytingu að ræða þá er það óhjákvæmilegt því að núverandi ástand getur ekki gengið. En ég hef verið að bíða eftir því að geta breytt lögum sem ég tel að sé líka mikilsvert og þá er eðlilegra að vinna málið á þeim vettvangi. En ef ekki tekst að ná samstöðu um það og koma því máli í höfn þá er óhjákvæmilegt að breyta reglugerðinni og vinna þarna nokkurt skref.