Lánastofnanir aðrar en viðskiptabankar og sparisjóðir

Mánudaginn 11. mars 1996, kl. 15:36:58 (3748)

1996-03-11 15:36:58# 120. lþ. 104.7 fundur 99. mál: #A lánastofnanir aðrar en viðskiptabankar og sparisjóðir# (EES-reglur) frv. 20/1996, Frsm. VE (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 104. fundur

[15:36]

Frsm. efh.- og viðskn. (Vilhjálmur Egilsson):

Hæstv. forseti. Ég mæli fyrir nál. efh. og viðskn. um frv. til laga um breytingu á lögum nr. 123/1993, um lánastofnanir aðrar en viðskiptabanka og sparisjóði.

Nefndin skrifar öll undir nál. án fyrirvara.

Nefndin fjallaði um þetta mál og sendi það til umsagnar og fékk fulltrúa frá viðskrn. og Seðlabanka Íslands á fund sinn. Tillaga nefndarinnar um breytingu er smávægileg og á við það að á eftir 9. gr. frv. komi ný grein er orðist svo, með leyfi hæstv. forseta:

,,Við ákvæði til bráðabirgða I í lögunum bætist ný málsgrein, svohljóðandi: Starfsheimildir 8. gr. laga þessara koma til viðbótar heimildum sérlaga um starfandi lánastofnanir.``

Þarna er fyrst og fremst átt við að tekin séu af öll tvímæli með það hvaða starfsheimildir þær stofnanir sem heyra undir þessi lög hafa. Tillagan er sett inn að frumkvæði Iðnlánasjóðs.