Réttaraðstoð við einstaklinga sem leita nauðasamninga

Mánudaginn 11. mars 1996, kl. 17:04:41 (3768)

1996-03-11 17:04:41# 120. lþ. 104.10 fundur 376. mál: #A réttaraðstoð við einstaklinga sem leita nauðasamninga# frv. 65/1996, ÖS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 104. fundur

[17:04]

Össur Skarphéðinsson (andsvar):

Herra forseti. Stundum velti ég því fyrir mér hvar hæstv. dómsmrh. geymir skilningarvitin í umræðu af þessu tagi. Hér kemur hann upp og segir að það hafi ekkert gerst í tíð síðustu ríkisstjórnar. Þá hafi hrannast upp mikill vandi og blessuð ríkisstjórnin hafi ekkert gert. Hvar hefur þessi hæstv. ráðherra alið manninn síðustu árin? Er það ekki einmitt í þessari ríkisstjórn sem hann var að ráðast á? Og ef hún tók svona illa á þessum málum eins og hann var að lýsa núna, hvar var hann þá? Hvar var hæstv. ráðherra sem núna er reiðubúinn til að hlaupa undir okið --- og ég fagna því -- með hæstv. félmrh.? En ef staðan var svona svakalega slæm á síðasta kjörtímabili, hvar var þá blessaður hæstv. dómsmrh. sem úr öllu vill gott gera?