Réttaraðstoð við einstaklinga sem leita nauðasamninga

Mánudaginn 11. mars 1996, kl. 17:22:31 (3772)

1996-03-11 17:22:31# 120. lþ. 104.10 fundur 376. mál: #A réttaraðstoð við einstaklinga sem leita nauðasamninga# frv. 65/1996, BH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 104. fundur

[17:22]

Bryndís Hlöðversdóttir (andsvar):

Herra forseti. Eftir því sem mér heyrist á orðum hæstv. félmrh. er þarna verið að viðurkenna að með þeim úrræðum sem er verið að leggja til er verið að velta þessu fólki, sem hefur lent í erfiðleikum m.a. vegna galla í kerfinu, vegna þess að það hafa verið gildandi reglur sem við viðurkennum á vissan hátt að séu ósanngjarnar og hafa komið mjög illa út fyrir einstaklinga, inn í almennu hakkavélina í kröfukerfinu. Er það rétt skilið hjá mér? Mér fannst það ekki koma skýrt fram í svari hæstv. félmrh. Ég veit að hér er hv. þm. Ísólfur Gylfi Pálmason staddur. Hann kannski þekkir þetta manna best. En það er ekki verið að tala um neitt í líkingu við greiðsluaðlögun þar sem skuldari er í algjörri gjörgæslu í fimm ár og kröfuhöfum er gert að sýna honum ákveðna biðlund. Þetta er ekkert í líkingu við það úrræði heldur erum við að tala um að honum er gert kleift að leita nauðasamninga og eftir það fer hann inn í almenna kerfið. Ég vildi gjarnan fá skýrari svör að þessu leyti frá hæstv. félmrh.