Réttaraðstoð við einstaklinga sem leita nauðasamninga

Mánudaginn 11. mars 1996, kl. 17:32:06 (3777)

1996-03-11 17:32:06# 120. lþ. 104.10 fundur 376. mál: #A réttaraðstoð við einstaklinga sem leita nauðasamninga# frv. 65/1996, félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 104. fundur

[17:32]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Við skulum spyrja að leikslokum í þessu eins og öðru. Meginatriðið er þetta: Lagasetningin tókst vel. Og ég vænti þess að reglugerðin verði líka til bóta. Í þessu húsnæðisstofnunarfrv. eru merk nýmæli sem ég vænti að eigi eftir að koma þjóðinni að gagni. Við í félmrn. erum önnum kafin við að reyna að laga húsnæðislöggjöfina sem því miður var ekki nægilega vel úr garði gerð og því mistókst margt af því sem hv. fyrirrennari minn hafði lagt þar til mála.