Mannanöfn

Þriðjudaginn 12. mars 1996, kl. 14:39:49 (3817)

1996-03-12 14:39:49# 120. lþ. 105.4 fundur 73. mál: #A mannanöfn# (heildarlög) frv. 45/1996, HjálmJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 105. fundur

[14:39]

Hjálmar Jónsson (andsvar):

Herra forseti. Þar talaði þingmaður úr nýja íhaldsflokknum, en ég vil spyrja: Hverjum dettur það í hug öðrum en hv. þm. Svavari Gestssyni að nokkurt foreldri gefi barni sínu nafnið Skunnar, Skjarpur eða eitthvað slíkt? Hverjum dettur það yfirleitt í hug? Fólk vill gefa börnum sínum góðar gjafir og ekki síst þessa fyrstu gjöf sem er nafnið. Það er margt vitlausara í íslenskum málsháttum en það að gifta fylgi góðu nafni. Við eigum að vera umburðarlynd gagnvart foreldrunum sem bera þarna stóra ábyrgð og ekki að þrengja að, eins og hv. þm. sagði, með ófrelsi hefðar.