Mannanöfn

Þriðjudaginn 12. mars 1996, kl. 14:40:45 (3818)

1996-03-12 14:40:45# 120. lþ. 105.4 fundur 73. mál: #A mannanöfn# (heildarlög) frv. 45/1996, SvG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 105. fundur

[14:40]

Svavar Gestsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Þeir Skunnar og Skjarpur, nýjustu liðsmenn hv. þm., eru ekki frá mér ættaðir, þeir eru frá honum. Þeir eru úr greinargerð hans eigin nefndar. Þaðan er það nú komið.

Ég held að hv. þm. þurfi, ég vil segja það í fullri vinsemd, að gera ráð fyrir þeim möguleika að þingmenn sem tala hér séu að vanda sig og tala í fullri alvöru. Ég var að reyna það áðan og ég fer fram á það að hann velti þeim orðum fyrir sér í fullri vinsemd og ekkert annað.