Aðgerðir til að treysta byggð á Íslandi

Þriðjudaginn 12. mars 1996, kl. 18:24:57 (3854)

1996-03-12 18:24:57# 120. lþ. 105.11 fundur 270. mál: #A aðgerðir til að treysta byggð á Íslandi# þál., Flm. SighB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 105. fundur

[18:24]

Flm. (Sighvatur Björgvinsson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er alveg rétt að hægt er að ganga inn í hús án þess að hafa nokkur tæki í höndunum eða tól en það er svolítið erfitt að nýta sér hús til búsetu öðruvísi en að hafa a.m.k. rúm til að sofa í og borð til að snæða við. Ég held að flestir þeir sem greiða leigu til ríkisins fyrir nýtingu á húseign ríkisins leggi sér það til og bæði munn og maga þar að auki og finnst það samt sem áður engin rök fyrir því að greiða ekki leigu.

Virðulegi forseti. Við höfum allir okkar fortíð. Fortíð bæði Framsfl. og Alþfl. er löng. Henni gleymum við náttúrlega ekki. Enda þótt sú stefna sem ég ræddi um áðan sé ekki lengur við lýði þá er ekkert óskaplega langt síðan horfið var frá henni.