Aðgerðir til að treysta byggð á Íslandi

Þriðjudaginn 12. mars 1996, kl. 18:31:10 (3858)

1996-03-12 18:31:10# 120. lþ. 105.11 fundur 270. mál: #A aðgerðir til að treysta byggð á Íslandi# þál., Flm. SighB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 105. fundur

[18:31]

Flm. (Sighvatur Björgvinsson) (andsvar):

Herra forseti. Það er ekkert nýtt að það séu skiptar skoðanir um einstakar framkvæmdir. Ég bendi hv. þingmönnum á að það var ekki títtnefndur hv. þm. einn sem hafði efasemdir um byggingu Háskólans á Akureyri. Það voru ýmsir fleiri úr öllum flokkum, þar á meðal úr flokki hv. þm. sem töldu að það væri ekki skynsamlegt. Þessi úttekt mundi þá nýtast öllum flokkum og ekkert síður þingmönnum og ráðamönnum úr flokki hv. þm. en öðrum.