Aðgerðir til að treysta byggð á Íslandi

Þriðjudaginn 12. mars 1996, kl. 19:05:52 (3871)

1996-03-12 19:05:52# 120. lþ. 105.11 fundur 270. mál: #A aðgerðir til að treysta byggð á Íslandi# þál., ÁMM (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 105. fundur

[19:05]

Árni M. Mathiesen (andsvar):

Herra forseti. Ég held að það sé rétt af mér að taka að minnsta kosti viljann fyrir verkið og trúa því sem hv. þm. Sighvatur Björgvinsson er að halda fram. Hann er að reyna að vinsa úr þeim tillögum sem hann hefur séð annars staðar frá þá hluti sem ekki eru, sem ég hef nefnt hér, styrkja- og niðurgreiðslustefna. Hann vill læra af reynslunni. Við beitum ekki þeim aðferðum heldur eins og hann nefndi sjálfur í sinni ræðu. Við beitum almennu aðgerðunum sem felast í hlutum eins og EES-samningnum og samgöngubótum. Ég held að við getum því hætt að karpa um það að þessu sinni en ég mun fylgjast mjög grannt með því hvernig þessu máli vindur fram hjá hv. þm. og með því að það sé um það að ræða að ég ætli að taka viljann fyrir verkið hjá hv. þm. að þessu sinni.