Gjaldskrá Pósts og síma

Miðvikudaginn 13. mars 1996, kl. 13:51:01 (3881)

1996-03-13 13:51:01# 120. lþ. 106.1 fundur 350. mál: #A gjaldskrá Pósts og síma# fsp. (til munnl.) frá samgrh., JónK
[prenta uppsett í dálka] 106. fundur

[13:51]

Jón Kristjánsson:

Herra forseti. Ég þakka hv. 4. þm. Reykn. fyrir að hreyfa þessu máli. Ég tel að það sé kominn tími til að stíga skrefið til fulls og jafna símkostnað. Ég byggi það m.a. á því að það eru gjörbreytt viðhorf í þessum efnum vegna þess að það er kominn ljósleiðari hringinn í kringum landið sem er grundvöllurinn að síma- og fjarskiptakerfinu hér. Ljósleiðarinn var m.a. kostaður af erlendum aðilum að stórum hluta þannig að sá fjárfestingarkostnaður er ekki réttlæting fyrir þessum mismun sem er staðreynd.

Ég hygg að þessi mismunur á skrefum á höfuðborgarsvæðinu og út á landi hafi einmitt verið til þess að mæta þessum mismun á símkostnaði. Það er nú svo að allar þessar tækniframfarir auka tekjur og bæta afkomu Póst- og símamálastofnunar þannig að það er fullkomlega kominn tími til að stíga þetta skref til fulls.