Tilhögun þingfundar

Fimmtudaginn 14. mars 1996, kl. 10:34:24 (3926)

1996-03-14 10:34:24# 120. lþ. 108.97 fundur 226#B tilhögun þingfundar#, Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 108. fundur

[10:34]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Forseti hyggst haga fundarhaldi í dag með þeim hætti sem formönnum þingflokka var kynnt í gær með bréfi, þ.e. að fyrst verði fram haldið umræðu um 8. dagskrármálið, Réttindi og skyldur kennara og skólastjórnenda grunnskóla, og stefnt að því að ljúka þeirri umræðu á þessum fundi. Ætlunin er að gera hlé á fundinum um klukkan eitt til klukkan hálftvö en þá fari fram utandagskrárumræða skv. 1. mgr. 50. gr. þingskapa og er það hálftíma umræða. Málshefjandi er Guðný Guðbjörnsdóttir og hæstv. forsrh. verður til andsvara. Efni umræðunnar er ásakanir um kynferðislega áreitni í opinberum stofnunum. Að þeirri umræðu lokinni, um kl. 14.00, verða atkvæðagreiðslur um sjö fyrstu dagskrármálin og að því loknu verður tekið til við önnur dagskrármál eftir því sem tími vinnst til.