Fundarsókn þingmanna

Fimmtudaginn 14. mars 1996, kl. 10:39:11 (3928)

1996-03-14 10:39:11# 120. lþ. 108.92 fundur 225#B fundarsókn þingmanna# (aths. um störf þingsins), Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 108. fundur

[10:39]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Vegna þessara orða hv. þm. tekur forseti undir að það er aðfinnsluvert hversu illa er mætt á þingfundi. Nú eru 14 þingmenn skráðir í húsið og forseti hefur gert athugasemdir við þetta. M.a. gerði hann athugasemdir við það að boðaðir voru fundir í tveimur þingnefndum núna í dag á þessum tíma. Reyndar voru þeir fundir einnig boðaðir í gær en forseti gat ekki gert athugasemd við það vegna þess að það er ekki fundaskylda á fyrirspurnafundum eins og var í gær. En forseti gerir athugasemdir við þetta og hefur lagt bann við því að nefndafundir verði haldnir á þingfundatíma nema haft sé samráð við forseta um það.

Forseti verður að fresta um sinn þeirri umræðu sem átti að hefjast vegna þess að hæstv. forsrh. er ekki kominn til fundar en umræðunni var frestað sl. mánudag vegna þess að hæstv. fjmrh. og hæstv. forsrh. voru þá báðir erlendis.