Réttindi og skyldur kennara og skólastjórnenda grunnskóla

Fimmtudaginn 14. mars 1996, kl. 11:33:54 (3934)

1996-03-14 11:33:54# 120. lþ. 108.8 fundur 323. mál: #A réttindi og skyldur kennara og skólastjórnenda grunnskóla# frv. 72/1996, ÖS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 108. fundur

[11:33]

Össur Skarphéðinsson (andsvar):

Herra forseti. Alla jafnan eru ræður hæstv. menntmrh. skýrar og fróðlegar og þess vegna er allt í lagi að hann lesi hér þær ræður sem hann hefur áður flutt. Það eina sem hæstv. menntrh. þarf að gera er að lýsa því yfir að jafnvel þó að þau frumvörp sem kynnt og rædd verða á næstu vikum verði samþykkt, þá muni hann ekki beita sér fyrir og ekki taka þátt í því að það verði gerð samsvarandi breyting á því frv. sem liggur fyrir núna, verði það að lögum.