Réttindi og skyldur kennara og skólastjórnenda grunnskóla

Fimmtudaginn 14. mars 1996, kl. 12:28:29 (3941)

1996-03-14 12:28:29# 120. lþ. 108.8 fundur 323. mál: #A réttindi og skyldur kennara og skólastjórnenda grunnskóla# frv. 72/1996, forsrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 108. fundur

[12:28]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) (andsvar):

Herra forseti. Það er vilji ríkisstjórnarinnar að frv. um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna gangi fram á þessu þingi. Auðvitað þarf þingið að skoða málið og fara yfir það hvort að þar séu atriði sem gangi ekki upp gagnvart öðrum lögum eða frv. en ég ítreka það sem ég sagði áðan að það kom fram á fundi með nokkrum ráðherrum og forustumönnum launþegahreyfingarinnar frá Eiríki Jónssyni, formanni Kennarasambandsins, að það væri lífeyrissjóðsmálið sem væri þrándur í götu þess að samkomulag mætti nást á milli manna. Ég hef ekki reynt þann ágæta mann að öðru en því að hann sé maður þeirra orða sem hann lætur falla.