Réttindi og skyldur kennara og skólastjórnenda grunnskóla

Fimmtudaginn 14. mars 1996, kl. 12:58:23 (3950)

1996-03-14 12:58:23# 120. lþ. 108.8 fundur 323. mál: #A réttindi og skyldur kennara og skólastjórnenda grunnskóla# frv. 72/1996, SvG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 108. fundur

[12:58]

Svavar Gestsson (andsvar):

Herra forseti. Hæstv. menntmrh. verður náttúrlega að hætta því að láta hæstv. fjmrh. plata sig. Það er kominn tími til þess að hann vari sig á hæstv. fjmrh. því að það er auðvitað alveg bersýnilegt að hann hefur ekki áttað sig á því enn þá. Hæstv. menntmrh. er að flytja frv. í góðri trú. Ég hef aldrei hallað orði á hann varðandi það mál enda er engin ástæða til. Ég hef líka sagt að kennararnir gerðu þetta samkomulag í góðri trú. Það var skrifað undir þetta af fimm aðilum í góðri trú, fulltrúum ýmissa aðila.

Síðan kemur fjmrn. með allt annað mál og þessum undirskriftaraðilum var aldrei gerð grein fyrir frv. um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins að það ætti að breytast eins og þar var gert ráð fyrir. Það var með öðrum orðum verðið að plata fólk. Þó að hæstv. menntmrh. hafi látið hæstv. fjmrh. plata sig einu sinni þá skora ég á hann að láta ekki gera það aftur.