Mannanöfn

Fimmtudaginn 14. mars 1996, kl. 14:03:09 (3962)

1996-03-14 14:03:09# 120. lþ. 108.1 fundur 73. mál: #A mannanöfn# (heildarlög) frv. 45/1996, dómsmrh. (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 108. fundur

[14:03]

Dómsmálaráðherra (Þorsteinn Pálsson):

Herra forseti. Að baki því frv. sem hér liggur fyrir liggur umfangsmikil og fagleg vinna þeirrar nefndar sem fékk það verkefni að endurskoða lögin. Það var mjög brýn þörf á að gera það vegna þess að um gildandi lög var ekki nægjanleg sátt í þjóðfélaginu. Markmið frv. er að rýmka gildandi reglur en viðhalda eigi að síður ríkjandi mannanafnahefð á Íslandi. Ég tek undir það sjónarmið að það sé mikilvægt að fylgjast með framkvæmd laganna og hef því ákveðið að fela mannanafnanefnd að gera skýrslu um framkvæmd laganna verði þetta frv. að lögum. Niðurstaða þeirrar skýrslu verði kynnt Alþingi að ári liðnu þannig að unnt verði að fylgjast glöggt með þróun mála og grípa til ráðstafana ef löggjafarsamkoman telur það nauðsynlegt í ljósi þeirrar þróunar sem verður.