Verðbréfaviðskipti

Fimmtudaginn 14. mars 1996, kl. 14:37:06 (3967)

1996-03-14 14:37:06# 120. lþ. 108.9 fundur 97. mál: #A verðbréfaviðskipti# (heildarlög) frv. 13/1996, Frsm. VE (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 108. fundur

[14:37]

Frsm. efh.- og viðskn. (Vilhjálmur Egilsson):

Hæstv. forseti. Ég mæli fyrir brtt. frá efh.- og viðskn. við frv. til laga um verðbréfaviðskipti.

Nefndin fjallaði aðeins um þetta mál milli 2. og 3. umr. og vill gera tvær breytingar. Fyrri breytingin snýr að því að skilgreina betur hugtakið ,,náin tengsl``. Í öðru lagi er lögð til breyting við 9. gr. frv. þar sem verið er að skýra betur út þær heimildir sem verðbréfamiðlanir hafa til að versla fyrir eigin reikning.