Skaðabótalög

Þriðjudaginn 19. mars 1996, kl. 13:35:41 (4026)

1996-03-19 13:35:41# 120. lþ. 110.1 fundur 399. mál: #A skaðabótalög# (margföldunarstuðull o.fl.) frv. 42/1996, SP (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 110. fundur

[13:35]

Frsm. allshn. (Sólveig Pétursdóttir) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Ég vildi upplýsa að það var fundur í allshn. í morgun og það komu ekki fram neinar óskir um að málið yrði tekið aftur fyrir í nefndinni. Þessi atriði sem hafa komið fram í brtt. frá hv. þm. hafa verið rædd fram og til baka í allshn. Ég sé því ekki ástæðu til að þetta mál sé tekið aftur fyrir. Svo háttar til að þetta mál er óvenjulegt að því leyti að það er flutt af þingnefnd þannig að málið fer venjulega ekki aftur til þingnefndar. Ég vildi bara að þetta kæmi fram.