Réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins

Þriðjudaginn 19. mars 1996, kl. 13:55:04 (4034)

1996-03-19 13:55:04# 120. lþ. 110.7 fundur 372. mál: #A réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins# (heildarlög) frv. 70/1996, Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 110. fundur

[13:55]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Áður en sjöunda dagskrármálið er tekið fyrir vill forseti kynna svohljóðandi bréf:

,,Með vísan til 3. mgr. 55. gr. laga um þingsköp Alþingis leyfi ég mér að óska eftir því fyrir hönd þingflokks Alþb. og óháðra að umræðutími við 1. umr. um frv. til laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins verði tvöfaldur vegna mikilvægis málsins.``

Undir þetta bréf ritar Svavar Gestsson, formaður þingflokks Alþb. og óháðra.

Þessi er réttur þingflokksins og ræðutími verður því tvöfaldaður. En forseti vill láta þess getið að það er ekki þingleg skylda þingmanna að nýta allan ræðutímann.