Réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins

Þriðjudaginn 19. mars 1996, kl. 22:32:28 (4083)

1996-03-19 22:32:28# 120. lþ. 110.7 fundur 372. mál: #A réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins# (heildarlög) frv. 70/1996, fjmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 110. fundur

[22:32]

Fjármálaráðherra (Friðrik Sophusson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vonast til þess að niðurstaðan verði sú að kennarar taki þátt í yfirfærslu grunnskólans. En ég ætla ekki að hafa fleiri orð um það. Það á eftir að svara bréfi þeirra og reyndar á eftir að kanna mjög rækilega hvað felst í þeirra yfirlýsingum, en það verður að sjálfsögðu gert á næstu dögum.

Í öðru lagi vil ég benda á að frá mínum bæjardyrum séð og ég er ekki hæstiréttur, er biðlaunarétturinn ekki varinn af stjórnarskránni. Frá mínum bæjardyrum séð er það svo. Það er hægt að afnema hann með einföldum lögum.

Loks eru þær mistakaverksmiðjur, ég held að hv. þm. hafi kallað þetta svo. (ÖJ: Mistakasmiðjur.) Mistakasmiðjur. Við skulum átta okkur á því hvaða mistakasmiðjur það eru. (ÖJ: Nýja-Sjáland.) Það eru OECD-ríkin, það eru efnuðustu þjóðir þar sem lífskjörin eru best. Norðurlöndin, Vestur-Evrópuþjóðirnar, Norður-Ameríkuþjóðirnar. Það eru þessar þjóðir sem hafa verið að færa ríkisreksturinn til nútímahorfs. Þetta eru mistakasmiðjurnar. Þetta sýnir bara hugarheim hv. þm. og sannar það sem ég sagði áður um það hvaða sjónarmið takast á í þessu máli. (ÖJ: Minni háttar skrifstofustörf, hvað þýðir það?)