Réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins

Þriðjudaginn 19. mars 1996, kl. 22:36:24 (4086)

1996-03-19 22:36:24# 120. lþ. 110.7 fundur 372. mál: #A réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins# (heildarlög) frv. 70/1996, ÖS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 110. fundur

[22:36]

Össur Skarphéðinsson (andsvar):

Herra forseti. Nú eru farin að koma göt í hina rökheldu brynju hæstv. ráðherra. Hann viðurkenndi áðan að samningsréttur og verkfallsréttur séu í rauninni fémæt réttindi. Hann sagði: Þessi réttindi eru tekin af tilteknum hópi starfsmanna, þ.e. hinum svokölluðu embættismönnum og það ber að bæta þeim það með því að láta þá fá önnur réttindi. Með öðrum orðum metur hann biðlaunaréttinn til fjár og hann er líka að meta verkfalls- og samningsréttinn til fjár. Þetta er mikilvæg játning af hálfu hæstv. fjmrh. og sýnir að öll hans peysa af röksemdum er að rakna upp.