Réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins

Þriðjudaginn 19. mars 1996, kl. 22:37:19 (4087)

1996-03-19 22:37:19# 120. lþ. 110.7 fundur 372. mál: #A réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins# (heildarlög) frv. 70/1996, fjmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 110. fundur

[22:37]

Fjármálaráðherra (Friðrik Sophusson) (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. hélt að ég gæti ekki svarað. Þess vegna var hann svona kokhraustur í ræðustólnum. Þetta er mikill misskilningur hjá hv. þm. vegna þess að þetta eru ekki fjárréttindi í þessum skilningi. Þessi réttur verður einungis til við mjög tiltekin afmörkuð skilyrði hjá fólki sem hefur ekki samningsrétt og verkfallsrétt. Þetta er eins konar skaðabótaréttur, það er mín skoðun á málinu. Ég hef margoft sagt: Ég er ekki hæstiréttur í málinu. Við eigum von á hæstaréttardómi. Ef sá hæstaréttardómur verður á þann veg að þetta séu áunnin eignarréttindi lögvarin af stjórnarskránni, verða auðvitað allir að beygja sig fyrir því. Og þá er engin hætta á ferðum. En ég er þeirrar skoðunar að svo sé ekki og þess vegna tel ég að það sé mjög eðlileg breyting að hverfa frá því að menn geti haft tvöföld laun við sömu störf hjá sömu fyrirtækjum í eigu sömu aðila.