Réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins

Þriðjudaginn 19. mars 1996, kl. 22:38:24 (4088)

1996-03-19 22:38:24# 120. lþ. 110.7 fundur 372. mál: #A réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins# (heildarlög) frv. 70/1996, PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 110. fundur

[22:38]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Ég ætla ekki að ræða það framfaramál sem þetta frv. er heldur frv. sem ekki er til umræðu, þ.e. lífeyrismálin.

Herra forseti. Það vantar 60--70 milljarða í Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Þetta er tala sem við getum ekki gert okkur grein fyrir. Þetta eru 3 millj. á hvern einasta opinberan starfsmann. Þetta eru 600 þús. kr. á hvern einasta vinnandi mann í landinu. Hæstv. fjmrh. sagði að áunnin réttindi verði ekki skert. Herra forseti. Af vinnandi fólki hér á landi skulda 80% þjóðarinnar hinum 20% 600 þús. kr. hver. Ef opinberir starfsmenn halda að þetta dæmi gangi upp, þá til hamingju. Ég hef þá trú að þetta gangi ekki upp og ég spyr hæstv. fjmrh. hvernig hann sjái þetta dæmi ganga upp. Þetta er nákvæmlega það sama og hv. þm. Kristinn H. Gunnarsson sagði. Ég hef lagt fram tillögu um það að opinberir starfsmenn geti valið hærri laun og lakari lífeyrisréttindi eða launin sem þeir hafa og góðu lífeyrisréttindin.