Embætti umboðsmanns jafnréttismála

Miðvikudaginn 20. mars 1996, kl. 13:49:33 (4099)

1996-03-20 13:49:33# 120. lþ. 111.3 fundur 279. mál: #A embætti umboðsmanns jafnréttismála# fsp. (til munnl.) frá félmrh., SF
[prenta uppsett í dálka] 111. fundur

[13:49]

Siv Friðleifsdóttir:

Herra forseti. Ég fagna því sérstaklega að þessi fyrirspurn er hér fram komin. Ég þakka hv. þingkonu Kristínu Ástgeirsdóttur fyrir að bera hana fram og ég vil líka fagna svari sem hæstv. félmrh. og jafnréttisráðherra. Reyndar taldi hann ekki brýnt að hér yrði stofnað strax embætti jafnréttisfulltrúa, en mér fannst samt á svari hans að það væri ekki útilokað, það yrði hugsanlega fyrst tekið ákveðið skref og það væri þá að ráða jafnréttisráðgjafa.

Ég tel sjálf að það sé mjög tímabært að skoða það alvarlega hvort ekki eigi einmitt að stofna hér sérstakt embætti jafnréttisráðgjafa. Ég teldi það mjög gott. Við sjáum öll að jafnréttismálin eru hér í mjög hægum farvegi því miður og þar þarf að bæta verulega úr. Við þurfum bara að kíkja í kringum okkur í þessum sal og þá sjáum við þær staðreyndir blasa við að jafnréttismálin eru allt of skammt á veg komin. Ég hef mikla trú á hæstv. jafnréttisráðherra okkar og vil hvetja hann til að taka til alvarlegrar skoðunar að hér verði stofnað embætti umboðsmanns jafnréttismála.