Embætti umboðsmanns jafnréttismála

Miðvikudaginn 20. mars 1996, kl. 13:53:53 (4102)

1996-03-20 13:53:53# 120. lþ. 111.3 fundur 279. mál: #A embætti umboðsmanns jafnréttismála# fsp. (til munnl.) frá félmrh., félmrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 111. fundur

[13:53]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson):

Herra forseti. Jafnréttislögin verða endurskoðuð og ég tel að við eigum að reyna að læra af nágrönnum okkar og fara vandlega og með opnum huga yfir annarra reynslu. Ég tel að við eigum að meta starfsemi kærunefndar, mér er ljós munurinn á starfssviði hennar og umboðsmanns. Ég tel að það þurfi að skýra mörkin þar á milli, hvort umboðsmaðurinn getur komið að einhverju leyti í staðinn fyrir kærunefnd eða hvernig sem því yrði háttað. En ég tel að endurskoðun laganna eigi að miða að því að reyna að gera starf að jafnréttismálum markvissara þannig að leiði til betri árangurs.