Erfðabreyttar lífverur

Miðvikudaginn 20. mars 1996, kl. 15:04:10 (4120)

1996-03-20 15:04:10# 120. lþ. 112.2 fundur 117. mál: #A erfðabreyttar lífverur# frv. 18/1996, ÖS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 112. fundur

[15:04]

Össur Skarphéðinsson (andsvar):

Herra forseti. Ég þarf ekki að orðlengja mjög andsvar mitt. Ég lít svo á að það mál sem við erum að ræða sé algerlega óbundið flokkapólitík. Þess vegna er með engu móti hægt að leiða getum að því að það sé ágreiningur á milli mín og fulltrúa Alþfl. í umhvn. þó að við höfum ekki nákvæmlega sömu skoðun á því hvernig beri að fara með erfðabreyttar lífverur. Ég tel að það sé í flestum greinum góð pólitísk samstaða með mér og hv. þm. Gísla Einarssyni og líka með mér og afganginum af Alþfl. þó að það kunni að vera að ég hafi sérskoðanir á þeim efnum sem lúta að erfðabreytingum og erfðabreyttum lífverum. Það vildi ég að kæmi fram en að öðru leyti verður tíminn að leiða í ljós hverju vindur fram með sammæli okkar hv. þm. Hjörleifs Guttormssonar þegar kemur að náttúruverndarmálum.