Stéttarfélög og vinnudeilur

Fimmtudaginn 21. mars 1996, kl. 12:38:26 (4158)

1996-03-21 12:38:26# 120. lþ. 113.1 fundur 415. mál: #A stéttarfélög og vinnudeilur# (sáttastörf, vinnustaðarfélög, vinnustöðvun o.fl.) frv. 75/1996, ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 113. fundur

[12:38]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Hæstv. forseti. Í skipunarbréfi félmrh. 4. okt. 1994 þar sem settur var af stað starshópur sem skyldi fjalla um samskiptareglur á vinnumarkaði segir að starfshópurinn skuli taka saman skýrslu um niðurstöðuna af athugun sinni leiði hún í ljós nauðsyn breytinga á íslenskri löggjöf. Í þessu sambandi skal hópurinn setja fram tillögur um það efni. Það gerði hópurinn ekki. Þvert á móti kom fram hjá fulltrúum samtaka launafólks að um þau efni sem menn á annað borð væru sammála skyldu menn semja. Menn skyldu ná samkomulagi um þau atriði. Menn skyldu semja um það. Menn skyldu ekki keyra í gegn löggjöf.

Ég mun koma nánar í efnislegri umræðu um frv. síðar að ýmsu sem hæstv. félmrh. vék að, en tvennt vil ég nefna: Áfangaskýrsla starfshópsins var sett til umræðu í verkalýðshreyfingunni í lok nóvember. Þær umræður fóru fram í nóvember og janúar. (Forseti hringir.) Þar var því hafnað að þetta yrði grundvöllur lagasetningar.

Í annan stað verður að taka það fram að í áfangaskýrslunni eru settir ákveðnir fyrirvarar og ég les upp úr henni, með leyfi forseta:

(Forseti (ÓE): Tíminn er búinn.)

,,Þar má nefna miðlun sáttasemjara og fyrirkomulag atkvæðagreiðslu um hana, boðun verkfalls og verkbanns, hlutverk ríkissáttasemjara á vinnudeilum og vinnustaðafyrirkomulag.`` (Forseti hringir.)

Þessir fyrirvarar eru grundvöllur þeirrar lagasetningar sem hæstv. félmrh. er að keyra í gegn.