Stéttarfélög og vinnudeilur

Fimmtudaginn 21. mars 1996, kl. 12:42:04 (4161)

1996-03-21 12:42:04# 120. lþ. 113.1 fundur 415. mál: #A stéttarfélög og vinnudeilur# (sáttastörf, vinnustaðarfélög, vinnustöðvun o.fl.) frv. 75/1996, félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 113. fundur

[12:42]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Það er þetta með að vinna til enda. Það var búið að halda 48 fundi. Það finnst mér vera orðin töluverð seta og þessir fundir hafa margir hverjir verið mjög langir. Hugsanlega hefði verið hægt að halda þessari nefnd að störfum og halda 100 fundi. En við hefðum ekki verið neinu nær. (ÖJ: Er fundafjöldinn röksemd?) Ég tel að þetta frv. sé ekkert byggt á forsendum Vinnuveitendasambandsins. Ég veit að hv. þm. er kunnugt um kröfur Vinnuveitendasambandsins, a.m.k. margar hverjar. Þær eru allt aðrar heldur en birtast í þessu frv. Það er ekki gengið að þeim, það er gengið til móts við þær í mörgum greinum, en þær eru ekki uppfylltar eins og Vinnuveitendasambandið hefur sett það. (GÁS: Þeir eru hæstánægðir.) Þeir sætta sig við þessi vinnubrögð. (ÖJ: Þeir eru ánægðir með vinnubrögðin.)