Stéttarfélög og vinnudeilur

Fimmtudaginn 21. mars 1996, kl. 12:50:13 (4169)

1996-03-21 12:50:13# 120. lþ. 113.1 fundur 415. mál: #A stéttarfélög og vinnudeilur# (sáttastörf, vinnustaðarfélög, vinnustöðvun o.fl.) frv. 75/1996, félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 113. fundur

[12:50]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Ég hef verið flm. að tillögum um þjóðaratkvæðagreiðslu, a.m.k. einni á undanförnum árum sem því miður náði ekki fram að ganga. Ég legg áherslu á að málið fái vandaða meðferð hér í þinginu og það vil ég í einlægni biðja hv. alþingismenn um að veita, m.a. til þess að málsmeðferðin gæti verið vönduð. Og til þess að umsagnaraðilum, sem eðlilegt er að leita til gefist kostur á að vinna að umsögnum sínum, tel ég mjög nauðsynlegt að málið fari til nefndar og komist til umsagnar þannig að það hlé sem verður á þingstörfum um páskana, þ.e. frá því að fundi lýkur annað kvöld og fram til 10. apríl, nýtist til þess að vinna í málinu, bæði fyrir alþingismenn og jafnframt fyrir þá umsagnaraðila sem hv. félmn. kann að óska eftir umsögnum frá.