Stéttarfélög og vinnudeilur

Fimmtudaginn 21. mars 1996, kl. 18:18:34 (4187)

1996-03-21 18:18:34# 120. lþ. 113.1 fundur 415. mál: #A stéttarfélög og vinnudeilur# (sáttastörf, vinnustaðarfélög, vinnustöðvun o.fl.) frv. 75/1996, PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 113. fundur

[18:18]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. kom inn á það að frv. hefði versnað frá því í janúar og af hverju skyldi það vera? Vegna þess að ríkisstjórnin hefur tekið inn fullt af breytingum sem verkalýðshreyfingin hefur viljað koma inn þannig að frv. er að versna.

Varðandi það að menn tala stöðugt um lýðræði fjármagnsins. Það sem ég er að tala um er lýðræði fólksins, þ.e. fólksins sem er gert að borga af sínum lágu launum inn í verkalýðshreyfinguna 1%, jafnvel 1,25% af launum eftir skatta. Við erum að tala um 1,5% af tekjum allrar þjóðarinnar fyrir skatta sem fer til verkalýðshreyfingarinnar. Ég hef sérstaklega mikinn áhuga á kjörum þessa fólks og það er lýðræði þess sem ég vil bæta. Ég vil að fólk hafi áhrif á kjör sín og örlög. (Gripið fram í: Þetta frv. gerir það ekki.)