Stéttarfélög og vinnudeilur

Föstudaginn 22. mars 1996, kl. 17:14:10 (4407)

1996-03-22 17:14:10# 120. lþ. 114.1 fundur 415. mál: #A stéttarfélög og vinnudeilur# (sáttastörf, vinnustaðarfélög, vinnustöðvun o.fl.) frv. 75/1996, BH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 114. fundur

[17:14]

Bryndís Hlöðversdóttir (andsvar):

Herra forseti. Því er enn og aftur haldið fram af hæstv. forsrh. að jafnvæginu á vinnumarkaði hafi ekki verið raskað, þ.e. að því jafnvægi sem ríkt hefur í samskiptum aðila vinnumarkaðarins undanfarin rúmlega 50 ár hafi ekki verið raskað.

Ég vil biðja hæstv. ráðherrann um að líta hér upp á þingpalla. Svona hefur mönnunin verið hér á þingpöllum undanfarna daga út af þeim frv. sem hafa verið til umræðu og enn heldur hæstv. forsrh. því fram að ekki sé um neina röskun að ræða á því jafnvægi sem ríkt hefur í samskiptum aðila vinnumarkaðarins. Það er sjaldan sem sést hefur jafnmikil eining í verkalýðshreyfingunni og einmitt nú. En enn heldur hæstv. ráðherra því fram að hér sé ekki um röskun á samskiptum aðila vinnumarkaðarins að ræða. Það er undarlegur veruleiki þykir mér.