Stéttarfélög og vinnudeilur

Föstudaginn 22. mars 1996, kl. 17:15:14 (4408)

1996-03-22 17:15:14# 120. lþ. 114.1 fundur 415. mál: #A stéttarfélög og vinnudeilur# (sáttastörf, vinnustaðarfélög, vinnustöðvun o.fl.) frv. 75/1996, forsrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 114. fundur

[17:15]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég átta mig ekki alveg á þeirri staðreynd að það að við höfum svo fjölmarga góða gesti á þingpöllum staðfesti að í frv. sé raskað jafnvægi á vinnumarkaði á milli Alþýðusambandsins og Vinnuveitendasambandsins. Mér er alveg fyrirmunað að koma því inn í minn ferkantaða lögfræðingshaus að svo sé. Mér er alveg fyrirmunað að átta mig á því.

Ég sé ekki að frv. ríkisstjórnarinnar sem hæstv. félmrh. fylgir hér úr hlaði, raski á nokkurn hátt jafnvægi þessara tveggja aðila sem getið er um í bréfinu. Það er hins vegar tilfærsla og breytingar hjá báðum aðilum. Nýjar verklagsreglur og vinnureglur settar. Það er allt önnur saga.