Stéttarfélög og vinnudeilur

Föstudaginn 22. mars 1996, kl. 17:18:52 (4411)

1996-03-22 17:18:52# 120. lþ. 114.1 fundur 415. mál: #A stéttarfélög og vinnudeilur# (sáttastörf, vinnustaðarfélög, vinnustöðvun o.fl.) frv. 75/1996, JóhS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 114. fundur

[17:18]

Jóhanna Sigurðardóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er alveg ljóst að hæstv. forsrh. hefur ekki verið í þingsalnum hvorki í gær né dag til að hlýða á þær umræður sem hér hafa farið fram. Hér hafa margir þingmenn í stjórnarandstöðunni komið fram og sýnt fram á að það er verið að raska því jafnvægi sem ríkt hefur á vinnumarkaðinum. Og það gefst auðvitað ekki tími til þess í andsvari að fara yfir það lið fyrir lið. En ég held að við hljótum að óska eftir því og gera kröfu til þess að hæstv. forsrh. verði viðstaddur umræðuna þangað til henni lýkur til þess að fylgjast með því sem hér fer fram. Þá kannski sannfærist hann um að það er verið að raska jafnvægi milli aðila vinnumarkaðarins. Og þó við ekki nema bara töluðum um vinnubrögðin sem viðhöfð eru í þessu máli þá eru þau til skammar og hér fer ríkisstjórnin með offorsi gegn verkalýðshreyfingunni í landinu. --- [Lófatak á þingpöllum.]

(Forseti (ÓE): Samkvæmt þingsköpum ber áheyrendum að vera hljóðir á þingpöllum.)