Stéttarfélög og vinnudeilur

Föstudaginn 22. mars 1996, kl. 22:16:24 (4448)

1996-03-22 22:16:24# 120. lþ. 114.1 fundur 415. mál: #A stéttarfélög og vinnudeilur# (sáttastörf, vinnustaðarfélög, vinnustöðvun o.fl.) frv. 75/1996, félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 114. fundur

[22:16]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Annaðhvort brjóta menn alþjóðasamþykktir sem Ísland er aðili að eða ekki. Ef þetta er brot á alþjóðasamþykkt er engin málsbót þó að menn verði sammála um að brjóta hana.

Varðandi það að þetta sé ósæmileg íhlutun í innri málefni stéttarfélaga er það ekki mitt mat eða þeirra manna sem ég hef ráðfært mig við en þetta er atriði sem hv. félmn. kannar sjálfsagt vandlega eins og ég er búinn að margbiðja um.

Varðandi tengingarregluna hjá Dönum þá veit ég að þeir hafa fengið athugasemdir, þ.e. það hefur verið skoðað en mér er ekki kunnugt um að framvinda málsins hafi orðið sú að neitt hafi verið gert í því.