1996-04-10 13:38:40# 120. lþ. 115.97 fundur 237#B varamaður tekur þingsæti#, Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 115. fundur

[13:38]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Borist hafa eftirfarandi bréf:

,,Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get því ekki sótt þingfundi næstu tvær vikur leyfi ég mér með vísun til 2. mgr. 53. gr. laga um þingsköp Alþingis að óska þess að 1. varaþingmaður Framsfl. í Austurl., Jónas Hallgrímsson framkvæmdastjóri, Seyðisfirði, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni. Þetta er yður hér með tilkynnt, herra forseti.

Halldór Ásgrímsson, 1. þm. Austurl.``

Jónas Hallgrímsson hefur áður tekið sæti á Alþingi og er hann boðinn velkominn til starfa á ný.

,,Í samræmi við ákvörðun mína um framboð til embættis forseta Íslands óska ég hér með eftir því að varamaður minn, Sigríður Jóhannesdóttir kennari, taki sæti á Alþingi og jafnframt verði mér ekki greidd laun frá Alþingi.

Með vinsemd og virðingu,

Ólafur Ragnar Grímsson.``

Kjörbréf Sigríðar Jóhannesdóttur kennara hefur verið samþykkt. Hún hefur áður tekið sæti á Alþingi og er boðin velkomin til starfa.